Margt að skoða & skemmtilegt að gera
í Ríki Vatnajökuls
Vestan við Lambhús
SKAFTAFELL
Í Skaftafelli eru margar fallegir gönguleiðir. Einnig er boðið upp á jöklagöngur og útsýnisflug. Í gestastofu þjóðgarðsins er sýning um Vatnajökulssvæðið. (100 km)
INGÓLFSHÖFÐI
Frá Hofsnesi er farið í sögu og fuglaskoðunarferðir í Ingólfshöfða. (75 km)
JÖKULSÁRLÓN
Bátsferðir á hjólabátum og zodiacbátum. Göngur á Breiðamerkurjökul. (50 km)
ÞORBERGSSETUR
Vönduð sýning um ævi og ritstörf Þorbergs Þórðassonar. Einnig er veitingastaður í safnhúsinu. (25 km)
HLÍÐARBERGSHESTAR
Hestaleiga. Boðið er upp á eins til tveggja tíma útreiðartúra. (20 km)
SKÁLAFELSSJÖKULL
Snjósleðaferðir um jökulinn. Daglega er boðið upp á 3 klst ferðir sem hefjast á bílastæði við þjóðveginn. Brottför kl. 9:30 og 14:00. (15 km)
HEINABERGSJÖKULL
Malarvegur liggur að Heinabergslóni. Þaðan er gönguleið inn Heinabergsdal. Af varpi innst í dalnum er fallegt útsýni yfir Vatnsdal og Heinabergsjökul. Kajakferðir á Heinabergslóni. (15 km)
FLATEY
Mjólkurbú og veitingastaður. Hægt er að skoða fjósið af svölum við veitingastaðinn. (5 km)
JÓN RÍKI
Veitingar & brugghús. Boðið er upp á morgunverður og kvöldverður. (1 km)
FLÁAJÖKULL
Vegur liggur að Fláajökli. Frá bílastæðinu liggur gönguleið að jökulröndinni (uþb 2 klst. báðar leiðir). (10 km)
Austan við Lambhús
BRUNNHÓLL
Veitingahús þar sem boðið er upp á morgun- og kvöldverð. Við mælum einnig með Jöklaís sem er framleiddur á staðnum. (2 km)
HAUKAFELL
Skógræktarsvæði með fjölbreyttum gönguleiðum. Gönguleið að Fláajökli (2-3 klukkustundir báðar leiðir). (15 km)
HOFFELLSJÖKULL
Heitir pottar í fallegu umhverfi. Vegslóði liggur að Hoffellsjökli. Þaðan liggja fallegar gönguleiðir. (20 km)
HÖFN
Nettó verslun, veitingastaðir, sundlaug, Listasafn Hornafjarðar. Handraðinn – handverk. Golfvöllur. (30 km)
HORN & STOKKSNES
Stórskorin gabbrófjöll og falleg sand- og klettaströnd, þar sem oft sjást selir á klettum. Áhugavert fuglalíf á leirunum. Aðgangseyrir. (45 km)
ALMANNASKARÐ
Útsýnisstaður austan við Almannaskarðsgöng. Þaðan er vítt útsýni yfir Hornafjörð, Vatnajökul og skriðjökla hans. (40 km)
PAPÓS
Fyrrum verslunarstaður. Þar má enn sjá tóftir húsa. Gönguleið liggur á milli Papóss, fyrir Vestrahorn að eyðibýlinu Horni. (40 km)
HVANNGIL
Hvanngil er fallegt og litríkt líparítgil. Ekið er inn veginn austan Jökulsár í Lóni sem liggur í gegnum sumarbústaðaland. Við enda hans er Hvanngil. (50 km)