Smáhýsin

Við bjóðum upp á gistingu í bæði 20m² og 15m² smáhýsum. Þau eru eitt rými með svefnplássi fyrir allt að 4 gesti í tvíbreiðsri koju (140 x 200 cm). Í stærri húsunum er einnig svefnsófi.

Við veitum hvorki mat né drykk. Næsta matvöruverslun er í Höfn (30 km). Einnig eru nokkrir veitingastaðir í næsta nágrenni.

Smáhýsin eru búin salerni og sturtu * þráðlausu neti * rafhitun * hárþurrku *  sturtusápu *eldarvélahellum * ísskáp * hraðsuðukatli * brauðrist * kaffivél * borðbúnaði * pottum og pönnu * uppþvottalegi.

Gert er ráð fyrir að gestir þvoi upp eldhúsáhöld fyrir brottför. Að öðru leyti eru lokaþrif innifalin.

Reykingar eru óheimilar í Lambhúsum.

Afbókunarskilmálar

Ef afbókað er tveim sólarhringum (48 klst) fyrir boðaðan komudag er ekkert afbókunargjald innheimt.

Ef bókað er með skemmri fyrirvara eða gestir mæta ekki er innheimt svokallað NO show. Full upphæð er þá innheimt.