Smáhýsin
Við bjóðum upp á gistingu í bæði 20m² og 15m² smáhýsum. Þau eru eitt rými með svefnplássi fyrir allt að 4 gesti í tvíbreiðsri koju (140 x 200 cm). Í stærri húsunum er einnig svefnsófi.
Við veitum hvorki mat né drykk. Næsta matvöruverslun er í Höfn (30 km). Einnig eru nokkrir veitingastaðir í næsta nágrenni.
Smáhýsin eru búin salerni og sturtu * þráðlausu neti * rafhitun * hárþurrku * sturtusápu *eldarvélahellum * ísskáp * hraðsuðukatli * brauðrist * kaffivél * borðbúnaði * pottum og pönnu * uppþvottalegi.
Gert er ráð fyrir að gestir þvoi upp eldhúsáhöld fyrir brottför. Að öðru leyti eru lokaþrif innifalin.
Reykingar eru óheimilar í Lambhúsum.